framan-s18_minni

Stefnisvogur 28

Fjögurra hæða lyftuhús á frábærum stað í Vogabyggð, Reykjavík

Í hjarta borgarinnar

Í Stefnisvogi 28 er Búseti með 13 íbúðir til sölu sem allar hafa stæði í bílakjallara. Inngangar í húsið eru frá götuhlið og úr inngarði. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu. Stefnisvogur 28-36 mynda U-laga svæði umhverfis garð til suðurs og að Elliðavogi og smábátahöfninni.

Sala búseturétta hefst í maí 2025.

Þessi vefur verður uppfærður með nýjum upplýsingum þegar þær berast.

Vogabyggð

Hverfið er hannað með áherslu á vistvæna byggð, gangandi og hjólandi umferð og bland af íbúðum, þjónustu og grænum innviðum. Mikil áhersla er lögð á að tengja byggðina við náttúruna í kring, t.d. með stígum meðfram sjónum.

Fréttir

Af framkvæmdum og sölu