
Í Stefnisvogi 28 er Búseti með 13 íbúðir til sölu sem allar hafa stæði í bílakjallara. Inngangar í húsið eru frá götuhlið og úr inngarði. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu. Stefnisvogur 28-36 mynda U-laga svæði umhverfis garð til suðurs og að Elliðavogi og smábátahöfninni.
Sala búseturétta hefst í maí 2025.
Þessi vefur verður uppfærður með nýjum upplýsingum þegar þær berast.