Söluferli íbúða við Stefnisvog 28 hefst í maí

Sala á búseturéttum hefst 6. maí nk.

Þann 6. maí nk. mun Búseti setja í sölu 13 búseturétti við Stefnisvog 28 og er afhending við undirskrift búsetusamnings.

Í Stefnisvogi 28 er Búseti með 13 íbúðir til sölu sem allar hafa stæði og sér geymslu í bílakjallara. Inngangar í húsið eru frá götuhlið og úr inngarði. Hjóla- og vagnageymsla er einnig í kjallara hússins. Stefnisvogur 28-36 mynda U-laga svæði umhverfis garð til suðurs og að Elliðavogi og smábátahöfninni.

Heilsíðuauglýsing verður birt í Morgunblaðinu innan skamms og allar íbúðirnar auglýstar á vef Búseta, www.buseti.is. Þar verður jafnframt hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðirnar, svo sem stærð, aðbúnað, verð búseturéttar og mánaðarlegt búsetugjald.