Stefnisvogur-gardur

Grunnmyndir af hæðum

Við Stefnisvog 28 er Búseti með 13 íbúðir til sölu sem allar hafa stæði í bílakjallara.

Skipulag kjallara við Stefnisvog 28

Á myndinni má sjá sameiginlegan bílakjallara og geymslur fyrir húsin við Stefnisvog 28 til 36.

Geymslur og bílastæði sem tilheyra Stefnisvogi 28 eru litamerktar í grænu og fjólubláu.

Skipulag 1. hæðar við Stefnisvog 28

Á myndinni má sjá fyrstu hæð, þar sem aðalinngangur hússins er, póstkassar og íbúðir 113, 114, og 115.

Íbúðir 113 og 114 eru þriggja herbergja en íbúð 115 er þriggja til fjögurra herbergja.

Skipulag 2. hæðar við Stefnisvog 28

Á myndinni má sjá aðra hæð hússins en þar eru íbúðir 213, 214, 216 og 217.

Íbúð 214 er tveggja herbergja, íbúðir 213 og 216 eru þriggja herbergja og íbúð 217 er þriggja til fjögurra herbergja.

Skipulag 3. hæðar við Stefnisvog 28

Á myndinni má sjá þriðju hæð hússins en þar eru íbúðir 313, 315 og 316 en þær eru allar þriggja herbergja.

Íbúðir 315 og 316 eru með þaksvalir.

Skipulag 4. hæðar við Stefnisvog 28.

Á myndinni má sjá fjórðu hæð hússins en þar eru íbúðir 412, 413 og 414.

Íbúð 413 er tveggja herbergja og íbúðir 412 og 414 eru þriggja herbergja. Íbúð 414 er þakíbúð með stórum þaksvölum.