Íbúðamyndir, teikning og lýsing af íbúð 113 á fyrstu hæð.
Íbúð 113
Almennt um íbúðina
Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með hellulagðri verönd sem snýr inn í inngarðinn. Ljóst parket er á gólfum en á baðherbergi og í þvottahúsi eru ljósar flísar sem og á veggjum. Loftskiptakerfi og gólfhiti er í íbúðinni. Innihurðir eru hvítar. Búið er að tengja ljósleiðara. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara.
INNRA SKIPULAG ÍBÚÐAR:
Anddyri
Ljósgrár fataskápur með slá og skúffum.
Stofa og eldhús
Ljósgrá eldhússinnrétting með dökkgrárri borðplötu og dökkum höldum, veggofn og spanhelluborð. Vifta fyrir ofan helluborðið. Ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð í innréttingu, tækin fylgja með en eru ekki á ábyrgð Búseta hsf.
Úr stofu er gengið út á verönd sem snýr í austur. Skjólveggur er milli verandar og göngustígs.
Svefnherbergi
Ljósgráir fataskápar með slám, hillum og skúffum, dökkar höldur.
Barnaherbergi
Ljósgrár fataskápur með slá og skúffum, dökkar höldur.
Baðherbergi
Ljósgrá innrétting með speglaskáp fyrir ofan vask, skúffa undir vaski, dökkgrá borðplata og höldur. Vegghengt salerni. Handklæðaofn. Sturta með glerhlið.
Þvottahús
Ljósgrá innrétting með hillu fyrir þvottavél og þurrkara, skúffur undir hillunni.
Geymsla
Er staðsett í bílakjallara.
Lýsing er birt með fyrirvara um villur og breytingar.