Í Stefnisvogi 28 er Búseti með 13 íbúðir til sölu sem allar hafa stæði í bílakjallara. Inngangar í húsið eru frá götuhlið og úr inngarði. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu. Stefnisvogur 28-36 mynda U-laga svæði umhverfis garð til suðurs og að Elliðavogi og smábátahöfninni.
REIR verk sá um byggingu íbúðanna en ARKÞING – Nordic arkitektar eiga heiðurinn af hönnun húsanna.
Með því að skrá þig á póstlista Búseta færðu fréttir af framkvæmdum, sölu íbúða og fleiru tengt verkefninu. Skrá mig á póstlistann.
Sameiginlegur garður er með Stefnisvogi 28 til 36 með útsýni yfir smábátahöfn.
Ertu að leita að nýrri íbúð sem sameinar rólegt umhverfi, einstaka staðsetningu og nútímaleg lífsgæði? Þá er Vogabyggð rétti staðurinn fyrir þig. Vogabyggð verður lifandi og hlýlegt hverfi staðsett á fallegum stað á bökkum Elliðavogs við ósa Elliðaánna.
Stutt er í leik- og grunnskóla og alla þjónustu. Hverfið er skemmtilega hannað og einkennist af mikilli blöndu íbúða- og atvinnuhúsnæðis sem rammar inn fjölbreitt mannlíf. Göngubrú sem liggur yfir Sæbraut við Tranavog og Snekkjuvog eflir vistvænar samgöngur milli hverfanna og eykur öryggi gangandi vegfarenda. Í göngufæri eru Laugardalur og Glæsibær.
Mynd frá ASK Arkitektum