Hverfistorgið Vörputorg er hjarta Vogabyggðar en það tengir gatnakerfi Vogabyggðar og hjólaog göngustígakerfum í nágrenninu.
Við torgið er gert ráð fyrir líflegri starfsemi á fyrstu hæð eins og verslun, kaffi- og veitingahúsum. Torgið er vettvangur fyrir ýmsa viðburði. Nálægð við sjóinn gefur svæðinu sérstöðu á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd frá Reykjavíkurborg
Tillagan um Skólabrú hlaut fyrstu verðlaun en skólinn er byggður sem brú með garð á þakinu alveg upp að Vörputorgi. Skólinn er þannig hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Utan á skólabyggingunni liggur svo göngu- og hjólabrú, sem liggur frá Vörputorgi að Fleyvangi.
Myndir frá Reykjavíkurborg
Gert er ráð fyrir sundlaug með heitum pottum og sjósundsaðstöðu yst á svæðinu.
Gert er ráð fyrir bryggju á Höfðanum sem mun bjóða uppá möguleika á fjölbreyttri afþreyingu m.a. á kajökum, róðri og öðru siglingarsporti. Stutt er að fara
Myndir frá Arkís Arkitektum og ARK Arkitektum
Stutt er í helstu samgönguæðar þar sem Sæbraut, Miklabraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut mætast. Góð tenging við hjólaleiðir, almenningssamgöngur og helstu stofnbrautir.
Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum en þannig eykst bæði áreiðanleiki og hagkvæmni.
6 línur munu fara í gegnum Vogabyggð m.a. frá Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Úlfarársardal, Grafarholti og Norðlingarholti.
Nánari upplýsingar um Borgalínuna.
Myndir frá borgalinan.is.